Þunnbotna Chorizo pizza með pestó

Gott að vita: Takið jógúrtbrauðdeigið úr kæli um 20 mínútum áður en þið fletjið það út er auðveldara að vinna með það.

25 mínútur
Þekktir ofnæmisvaldar: Hveiti, mjólkurafurðir
Tæki og tól: Skál fyrir salat, skurðarbretti, skurðarhnífur, kökukefli,

Hráefni

Jógúrtbrauð deig

Chorizo

Ostur

Pizza sósa

Kirsuberjatómatar

Pestó

Ólífur

Parmesan

Klettasalat

Þú þarft að eiga: Smjörpappír, extra virgin ólífuolíu, smá hveiti

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180 °c. 
 2. Setjið pizzadeigið á brettið og fletjið það aðeins út með puttunum og teygið það aðeins til með höndunum. Þegar deigið er farið að fletjast út í höndunum á ykkur setjið þið deigið á brettið og rúllið það út með kökukefli. Deigið á að vera um 5 mm. þykkt þegar það er tilbúið. Þá setjið þið pönnu á helluna og hitið upp í meðalhita. Steikið deigið á þurri pönnunni í um 30 – 40 sekúndur á hvorri hlið. Leggið pizzadeigið á ofnagrind þegar búið er að steikja það. 
 3. Skerið tómatana í fjórðunga. 
 4. Síðan er pizzunni púslað saman: Sósa – ostur – Chorizo – tómatar – ostur. Bakið síðan pizzuna í 5 – 6 mínútur. 
 5. Salat: Skerið ólífur í sneiðar og dreifið yfir salatið. Takið helminginn af parmesan ostinum og dreifið yfir salatið ásamt extra virgin ólífuolíu. 
 6. Þegar pizzan er bökuð dreifið þið pestóinu yfir ásamt afgangnum af parmesan ostinum. Verði ykkur að góðu. 

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 180 °c. 
 2. Setjið pizzadeigið á brettið og fletjið það aðeins út með puttunum og teygið það aðeins til með höndunum. Þegar deigið er farið að fletjast út í höndunum á ykkur setjið þið deigið á brettið og rúllið það út með kökukefli. Deigið á að vera um 5 mm. þykkt þegar það er tilbúið. Þá setjið þið pönnu á helluna og hitið upp í meðalhita. Steikið deigið á þurri pönnunni í um 30 – 40 sekúndur á hvorri hlið. Leggið pizzadeigið á ofnagrind þegar búið er að steikja það. 
 3. Skerið tómatana í fjórðunga. 
 4. Síðan er pizzunni púslað saman: Sósa – ostur – Chorizo – tómatar – ostur. Bakið síðan pizzuna í 5 – 6 mínútur. 
 5. Salat: Skerið ólífur í sneiðar og dreifið yfir salatið. Takið helminginn af parmesan ostinum og dreifið yfir salatið ásamt extra virgin ólífuolíu. 
 6. Þegar pizzan er bökuð dreifið þið pestóinu yfir ásamt afgangnum af parmesan ostinum. Verði ykkur að góðu. 
Innihaldslýsing

Pizza deig (mjólk, Jógúrtgerlar, hveiti, salt, Lyftiduft (maís sterkja, sítrus sýra)

Pizza sósa ((tómatar, tómatsafi, sítrus sýra, laukur, hvítlaukur, basil, salt, vatn)

Pestó (Klettasalat, Basil, steinselja, graskersfræ, ólífuolía, hvítlaukur, Parmesan ostur (Mjólk, salt, rennet, rotvarnarefni, Lysozyme frá eggjum)

Content missing