Tómat- og basilpasta með milanese kjúklingi og parmesan osti

30 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Semolina hveiti, mjólkurvörur, egg,

Tæki og tól: Skurðarhnífur, skurðarbretti, stór skál, suðupottur fyrir pasta, steikingarpanna, sigti, eldfast mót,

Hráefni í kassa

Kjúklingabringa í brauðraspi

Pastasósa

Spaghetti 

Parmesan ostur rifinn

Basil lauf

Klettasalat

Þú þarft að eiga: Extra virgin ólífuolíu, Salt, Steikingarolíu

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum og stillið hitann á 180° C.
 2. Fyllið ⅔ hluta af vatni í suðupottinn. Setjið salt og olíu í pottinn og látið suðuna koma upp. Þegar vatnið er byrjað að sjóða látið pastað í pottinn og lækkið hitann þannig að vatnið sjóði hægt. Látið pastað sjóða í 10-12 mínútur og sigtið svo pastað frá en ekki henda öllu pastavatninu. Það verður notað í sósuna síðar í eldamennskunni.
 3. Meðan pastað sýður eldið þið kjúklingabringurnar. Saltið kjúklingabringurnar í raspinu á báðum hliðum. Setjið steikarpönnuna á helluna og hitið upp í meðalhita. Setjið steikingarolíu á pönnuna þegar hún er orðið heit. Steikið bringurnar á pönnunni og hvorri hlið fyrir sig í ca. 1-2 mínútur.  Ath: Það er mikilvægt að pannan sé ekki of heit, því þá brennur brauðið utan á kjúklingabringunum. Færið kjúklinginn í eldfast mót, stráið ⅓ af parmesan ostinum yfir, og bakið í ofni í 5-6 mínútur eða þar til kjúklingurinn er orðin eldaður í gegn.
 4. Meðan kjúklingurinn er í ofninum takið þið pastasósuna og hellið henni út á pönnuna og látið hana hitna rólega. Bætið síðan soðna pastanu ásamt 2-3 msk af pasta vatninu út á pönnuna og blandið vel saman. Takið basil laufin og fínskerið þau og bætið út á pönnuna.
 5. Blandið saman klettasalatinu, restinni af parmesan ostinum og smá extra ólífuolíu 
 6. Þegar kjúklingurinn er fulleldaður þá er máltíðin tilbúin. Leggið þetta á borð og njótið.

 1. Kveikið á ofninum og stillið hitann á 180° C.
 2. Fyllið ⅔ hluta af vatni í suðupottinn. Setjið salt og olíu í pottinn og látið suðuna koma upp. Þegar vatnið er byrjað að sjóða látið pastað í pottinn og lækkið hitann þannig að vatnið sjóði hægt. Látið pastað sjóða í 10-12 mínútur og sigtið svo pastað frá en ekki henda öllu pastavatninu. Það verður notað í sósuna síðar í eldamennskunni.
 3. Meðan pastað sýður eldið þið kjúklingabringurnar. Saltið kjúklingabringurnar í raspinu á báðum hliðum. Setjið steikarpönnuna á helluna og hitið upp í meðalhita. Setjið steikingarolíu á pönnuna þegar hún er orðið heit. Steikið bringurnar á pönnunni og hvorri hlið fyrir sig í ca. 1-2 mínútur.  Ath: Það er mikilvægt að pannan sé ekki of heit, því þá brennur brauðið utan á kjúklingabringunum. Færið kjúklinginn í eldfast mót, stráið ⅓ af parmesan ostinum yfir, og bakið í ofni í 5-6 mínútur eða þar til kjúklingurinn er orðin eldaður í gegn.
 4. Meðan kjúklingurinn er í ofninum takið þið pastasósuna og hellið henni út á pönnuna og látið hana hitna rólega. Bætið síðan soðna pastanu ásamt 2-3 msk af pasta vatninu út á pönnuna og blandið vel saman. Takið basil laufin og fínskerið þau og bætið út á pönnuna.
 5. Blandið saman klettasalatinu, restinni af parmesan ostinum og smá extra ólífuolíu 
 6. Þegar kjúklingurinn er fulleldaður þá er máltíðin tilbúin. Leggið þetta á borð og njótið.
Innihaldslýsing

Parmesan ostur rifinn (Mjólk, salt ostahleypir, egg)

Spaghetti (Semolina hveiti, egg)

Kjúklingabringa í brauðraspi (Kjúklingabringa, hveitiegg, salt) Uppruna land: Ísland

Pastasósa (tómatar, tómatsafi, sítrus sýra, laukur, hvítlaukur, sykur, kryddjurtir, salt, vatn)

*Vinsamlegast athugið að í eldhúsinu eru meðhöndlaðar jarðhnetur og semsamfræ.

Content missing