Tyrkneskar köfte bollur með sýrðu rauðkáli, hummus og steiktu jógúrtbrauði

Gott að vita: Takið jógúrtbrauðdeigið úr kæli um 20 mínútum áður en þið fletjið það út er auðveldara að vinna með það.

30 mínútur

Þekktir ofnæmisvaldar: Hveiti, sesamfræ, valhnetur, mjólkurafurðir

Tæki og tól: Steikarpanna, skurðarbretti, skurðarhnífur, eldfast mót, kökukefli

Prenta uppskrift

Hráefni

Köfte lambahakk

Sýrt rauðkál

Jógúrtbrauð (óeldað)

Sítróna

Hummus

Muhamara paprikumauk

Litle gem salat

Þú þarft að eiga: Steikingarolíu, extra virgin ólífuolíu, smá hveiti

Upplýsingar um innihaldslýsingu má finna neðst á síðunni.

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum og hitið hann í 200°c. 
 2. Takið eldfasta mótið og smyrjið það létt með steikingarolíu. Takið köfte lambahakkið og mótið úr því bollur annað hvort hringlóttar eða ílangar. Raðið þeim á eldfasta mótið og setjið inn í ofn og bakið í 15-17 mínútur (fer eftir stærð).
 3. Jógúrtbrauð. Setjið smá hveiti á borðið og veltið brauðbollunni upp úr hveitinu. Síðan fletjið þið bolluna út með höndunum og rúllið það síðan með kökukeflinu. Brauðið er best ef þið náið að fletja það út í 2-4 millimetra þykka pönnuköku. 
 4. Síðan er panna sett á helluna og hituð upp í rúman meðalhita. Þegar pannan er orðin heit setjið þið brauðið (ekki nota olíu á pönnuna) á pönnuna og steikið í 20-30 sekúndur, eða þegar það fara að myndast loftbólur þá snúið þið henni við og steikið á hinni hliðinni. Síðan er brauðinu velt nokkrum sinnum á pönnunni, 5-10 sekúndur á hvorri hlið þar til brauðið fer að þenjast út. Þá er það tilbúið. Leggið brauðið inn í viskastykki, þá helst það heitt og mjúkt. 
 5. Síðan er sýrða rauðkálið, papriku maukið og hummusinn sett í skálar, salatið rifið eða haft heilt og hver rífur fyrir sig.
 6. Þá ættu köfte bollurnar að vera tilbúnar og máltíðin tilbúin. Verði ykkur að góðu.

 1. Kveikið á ofninum og hitið hann í 200°c. 
 2. Takið eldfasta mótið og smyrjið það létt með steikingarolíu. Takið köfte lambahakkið og mótið úr því bollur annað hvort hringlóttar eða ílangar. Raðið þeim á eldfasta mótið og setjið inn í ofn og bakið í 15-17 mínútur (fer eftir stærð).
 3. Jógúrtbrauð. Setjið smá hveiti á borðið og veltið brauðbollunni upp úr hveitinu. Síðan fletjið þið bolluna út með höndunum og rúllið það síðan með kökukeflinu. Brauðið er best ef þið náið að fletja það út í 2-4 millimetra þykka pönnuköku. 
 4. Síðan er panna sett á helluna og hituð upp í rúman meðalhita. Þegar pannan er orðin heit setjið þið brauðið (ekki nota olíu á pönnuna) á pönnuna og steikið í 20-30 sekúndur, eða þegar það fara að myndast loftbólur þá snúið þið henni við og steikið á hinni hliðinni. Síðan er brauðinu velt nokkrum sinnum á pönnunni, 5-10 sekúndur á hvorri hlið þar til brauðið fer að þenjast út. Þá er það tilbúið. Leggið brauðið inn í viskastykki, þá helst það heitt og mjúkt. 
 5. Síðan er sýrða rauðkálið, papriku maukið og hummusinn sett í skálar, salatið rifið eða haft heilt og hver rífur fyrir sig.
 6. Þá ættu köfte bollurnar að vera tilbúnar og máltíðin tilbúin. Verði ykkur að góðu.
Innihaldslýsing

Köfte lambahakk (lambahakk, laukur, hvítlaukur, salt, cumin, chili pipar, timian, matarsóti)

Sýrt rauðkál (rauðkál, sykur, vatn, epla cider vinegar)

Jógúrtbrauð (mjólk, jógúrtgerlar, hveiti, salt, lyftiduft (maís sterkja, sítrus sýra)

Muhamara paprikumauk (sterk paprika fersk, salt, sítrónudjús, valhnetur, potasium sorbate E-202)

Hummus (kjúklingabaunir, salt, ascorbinsýa (e300) sesamfræ (maukuð))

Vinsamlegast athugið að í eldhúsinu eru meðhöndlaðar jarðhnetur og semsamfræ.

Content missing